Skipulagsstofnun hefur ekki borist erindi frá Siglingastofnun um færslu ósa Markarfljóts vegna Landeyjahafnar. Að mati Skipulagsstofnunar er framkvæmdin tilkynningaskyld. Bóndinn á Seljalandi er ósáttur við að hafa ekki fengið upplýsingar um málið og óttast flóðahættu verði af framkvæmdinni. Samgönguráðherra samþykkti í gær þrjár tillögur Siglingastofnunar vegna framkvæmda við Landeyjahöfn.