Fimm Eyjamenn voru heiðraðir á 40 ára afmæli Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands um síðustu helgi, fyrir góð störf í þágu knattspyrnunnar. Gísli Magnússon og Viktor Helgason voru sæmdir gullmerki félagsins og þeir Sigurlás Þorleifsson, Heimir Hallgrímsson og Jón Ólafur Daníelsson voru sæmdir silfurmerki félagsins.