Í vikunni var sett upp Facebook síða fyrir Herjólf. Síðunni er ætlað að mæta að einhverju leyti auknum kröfum um aðgengi upplýsinga en allar fréttir sem fara inn á heimasíðu Herjólfs, www.herjolfur.is verða settar inn á Facebook-síðuna. Í tilkynningu frá Eimskip kemur fram að á einum sólarhring hafi verið komnir 140 fylgjendur án þess að síðan hafi verið auglýst sérstaklega.