Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa verulegar áhyggjur af þeim tekjumissi sem sjómenn og útgerðarmenn verða fyrir vegna gæðarýrnunar afla ef nýjar reglur um vigtun og skráningu sjávarafla ná fram að ganga. Auk þess býr Vestmannaeyjahöfn ekki yfir þeim tækjabúnaði, né aðstöðu til að mæta breytingunum ef af verður. Elliði Vignisson, bæjarstjóri óskar eindregið eftir því að drög að breyttum reglum verði endurskoðuð. Þetta kemur fram í bréfi sem Elliði sendi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðerra í morgun. Bréfið má lesa hér að neðan.