Í dag kom eldri maður frá Vestmannaeyjum í heimsókn til Íslenskrar getspár með 6 talna kerfismiða sem var sannkallaður lukkumiði því vinningur á þessar 6 tölur gaf rúmlega 17 milljónir í vinning. Maðurinn hefur í mörg ár farið reglulega í Tvistinn í Vestmannaeyjum og spilað með þessar 6 lukkutölur. Oft hafa komið minni vinningar á tölurnar góðu en núna fiskaðist sá stóri og má segja að vinningurinn hafi farið á góðan stað.