Karlalið ÍBV leikur nú klukkan 13:00 í dag gegn toppliði Gróttu í 1. deild Íslandsmótsins. Þetta er jafnframt fyrsti leikur liðanna í 3. umferð deildarinnar. Grótta er sem fyrr segir í efsta sæti deildarinnar og virðist hafa nokkra yfirburði gegn öðrum liðum deildarinnar. Eyjamönnum hefur hins vegar fatast nokkuð flugið eftir að hafa farið taplausir í gegnum 1. umferð deildarinnar. Það er því upplagt fyrir leikmenn ÍBV að snúa dæminu við gegn sjálfu toppliði deildarinnar.