Í dag klukkan 12:30 leikur körfuknattleikslið ÍBV gegn Hrunamönnum í 2. deild Íslandsmótsins. ÍBV er sem fyrr í þriðja sæti en er engu að síður með besta vinningshlutfallið í B-riðli ásam HK en Eyjamenn hafa leikið tveimur leikjum minna. Hrunamenn hafa leikið jafn marga leiki og ÍBV og eru í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir Eyjamönnum.