Þótt Hrunamenn tefldur fram sjálfum sveitastjóranum, Jóni G. Valgeirssyni, þá dugði það ekki til gegn sterku liði ÍBV en liðin tvö mættust í dag í Eyjum. Eyjamenn unnu örugglega en lokatölur urðu 105-74. Staðan í hálfleik var 53:27 en Eyjamenn hafa aðeins tapað einum leik í B-riðli 2. deildar og ættu að öllu jöfnu að eiga sæti í úrslitum deildarinnar víst.