Ekki var hægt að dýpka Landeyjahöfn frekar um helgina vegna of mikillar ölduhæðar fyrir dæluskipið Skandiu. Skipið sigldi frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar í gærmorgun en skipverjar eyddu deginum í það að bíða fyrir utan höfnina þar sem ölduhæð var á fjórða metra í innsiglingunni.