Ekið var á gangandi vegfaranda á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum um 11-leytið í gærkvöldi. Vegfarandinn, sem var kona, var að fara yfir götuna þegar ekið var á hana. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum eru meiðsli hennar ekki talin vera alvarleg, en hún var þó flutt með sjúkraflugi á Landspítalann til frekari rannsóknar.