„Nú fá þær að kenna á dómgæslu eins og hún er í Vestmannaeyjum!“ „Djö…. ruddar, þið kunnið ekki handbolta hálfv….“ Þessi orð heyrði ég frá áhorfanda á handboltaleik. Ekki hjá meistaraflokki, heldur 4. flokki kvenna hér um árið. Látum liggja milli hluta hvar og hvenær þessi orð voru látin falla. Það skiptir ekki máli, allir sem hafa farið á íþróttakeppnir vita að þetta er langt í frá einsdæmi. Sá sem sagði þetta hélt með hinu liðinu. Mér blöskraði og spurði viðkomandi hvort hann væri ekki mættur til að hvetja, hann varð hugsi eitt augnablik og sagði „jú, rétt hjá þér“ og brosti.