Alls fækkar um 6 starfsmenn, allt konur,á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja vegna niðurskurðar ríkisstjórnarinnar. Eru stöðugildi þessara 6 starfsmanna 4,5. Þetta kom fram í svari velferðarráðherra á Alþingi í dag, við spurningu Sigurðar Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.