Umhverfisstofnun áformar að svipta Bæjarveitur Vestmannaeyja starfsleyfi vegna sorpbrennslunnar í Eyjum. Íbúafundur var í Vestmannaeyjum í gærkvöld um mengun frá stöðinni. Fundurinn var sá þriðji sem Umhverfisstofnun heldur vegna mengunar frá eldri sorpbrennslum. Íbúar Kirkjubæjarklausturs, Ísafjarðar og Vestmannaeyja fengu upplýsingar frá Umhverfisstofnun, Matvælastofnun og sóttvarnalækni á fundunum.