Karlalið ÍBV steinlá í dag á útivelli gegn ÍR. ÍR-ingar eru í öðru sæti 1. deildar á meðan ÍBV er í því fjórða en lokatölur í leik liðanna urðu 33:22 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17:12. Sigurður Bragason varð markahæstur með fimm mörk og Einar Gauti Ólafsson skoraði fjögur.