Í kvöld klukkan 19:45 verður líklega einn stærsti leikurinn í Meistaradeildinni í vetur, fyrir utan sjálfan úrslitaleikinn þegar tvö skemmtilegustu lið heims mætast í síðari umferð 16-liða úrslitum. Arsenal vann Barcelona 2:1 í fyrri leik liðanna í London en nú mætast þau að nýju í Barcelona. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Hallarlundi og að sjálfsögðu verður tilboð á köldum.