Nú er fjórði þáttur hjá strákunum á Eyjar TV kominn á netið. Í þættinum fara strákarnir m.a. í heimsókn inn í Vinnslustöð þar sem unnið var á vöktum í loðnuvertíð. Hjalti Enok fræddist um hrognavinnsluna áður en Bjarni Þór tók áskorun en það var að fara á nærbuxunum inn í frystiklefa og vera þar í ákveðinn tíma. Sjón er sögu ríkari en sjá má þáttinn hér að neðan.