Karlalið ÍBV lék tvo leiki í Lengjubikarnum um helgina. Í gærkvöldi léku þeir gegn Víkingi frá Ólafsvík en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Víkingar fengu tækifæri til að komast yfir í byrjun þegar þeir fengu vítaspyrnu sem þeir nýttu ekki. Denis Sytnik kom ÍBV svo yfir með marki beint úr aukaspyrnu og í síðari hálfleik bætti Anton Bjarnason við marki. En 1. deildarlið Víkings gafst ekki upp og náði að jafna metin. Lokatölur urðu því 2:2 en þetta var jafnframt fyrsta stig ÍBV í 2. riðli Lengjubikarsins.