Leikur ÍBV og Vals í síðustu umferð N1 deildar kvenna hafði ekki mikla þýðingu. Valsstúlkur voru þegar búnar að tryggja sér efsta sætið og ÍBV átti ekki lengur möguleika á sæti í úrslitum. Engu að síður var leikurinn ágætis skemmtun en sem fyrr er getumunurinn á liðunum einfaldlega of mikill til að ÍBV ætti möguleika á sigri. Lokatölur urðu 23:35 en staðan í hálfleik var 14:19.