Kvennalið ÍBV í knattspyrnu lék tvo æfingaleiki um helgina og vann þá báða. Fyrst unnu þær Hauka nokkuð örugglega 3:0 og svo Aftureldingu 5:2. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fjögur mörk í leikjunum tveimur, þar af þrennu gegn Aftureldingu. Frá þessu er sagt á heimasíðu ÍBV, www.ibvsport.is.