Herjólfur mun sigla áfram í Landeyjahöfn á morgun fimmtudag. Siglt verður með tilliti til sjávarfalla og verða farnar þrjár ferðir. Fyrsta ferð er frá Eyjum 7:30 og frá Landeyjahöfn 8:45. Næsta ferð er svo 17:00 frá Eyjum og 18:30 frá Landeyjahöfn. Síðasta ferð dagsins er svo frá Eyjum klukkan 20:00 og frá Landeyjahöfn klukkan 21:30. Herjólfur er nú um það bil að leggja úr höfn frá Vestmannaeyjum í sína fyrstu ferð í Landeyjahöfn síðan 12. janúar.