Í nýjasta þætti strákanna á Eyjar TV mætast þeir Guðjón Hjörleifsson, fyrrum bæjarstjóri og betur þekktur sem Gaui bæjó og Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri eða Elliði bæjó í matarkeppni hjá Einsa Kalda. Í keppninni fengu þeir félagar 25 mínútur til að elda löngu og risotto en sjón er sögu ríkari. Þáttinn má sjá hér að neðan.