Leikmenn ÍBV geta verið svekktir með leik sinn gegn Fylki á Hásteinsvelli í dag. Liðið lék illa, virkaði andlaust og sumir leikmenn náðu sér engan veginn á strik. Fylkisliðið komst tvívegis yfir í leiknum og hafði betur 1:2 en staðan í hálfleik var 1:1. Fyrri hálfleikur var þó skárri hjá Eyjamönnum en það verður að segjast eins og er að það var lítið að frétta í þeim síðari. Og því fór sem fór.