Ákvörðun Umhverfisstofnunar um að leggja dagsektir á Sorporkustöð Vestmannaeyja getur þýtt að bærinn verði að hætta við að kaupa nýja sorpbrennslustöð, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Umhverfisstofnun ákvað í gær að leggja 50 þúsund króna dagsektir á Sorporkustöð Vestmannaeyja vegna mengunar frá stöðinni. Unnið hefur verið að úrbótum en það ekki skilað tilætluðum árangri. Elliði Vignisson segist vera alfarið sammála Umhverfisstofnun um að draga þurfi úr mengun og koma starfseminni í samt lag. Hann er hins vegar ósáttur við dagsektirnar og segir þær engu skila.