Eyjastúlkur byrjuðu í dag Íslandsmótið á hreint mögnuðum sigri en ÍBV burstaði Þór/KA 0:5 og það á Akureyri. Þór/KA var fyrir tímabilið spáð afar góðu gengi en þessi góða byrjun sýnir að ÍBV ætlar sér stóra hluti í sumar. Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV skoraði fyrsta markið, sem var jafnframt fyrsta mark Íslandsmótsins í kvennaflokki en markið skoraði hún strax á 3. mínútu leiksins.