Miðvarðapar ÍBV, þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Rasmus Christiansen hafa varla stigið feilspor í upphafi móts. Þeir virðast ná mjög vel saman, bæta hvorn annan upp þannig að varnarleikur ÍBV er enn sterkari en áður. Eiður segir að úrslitin í dag hafi verið vonbrigði þótt hann geti vel sætt sig við jafntefli miðað við hvernig liðið var að spila.