Á morgun miðvikudag kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu, mun Róbert Marshall ásamt fleirum halda opinn fund um ýmis mál, en þar mun auðvitað hæst bera á góma sjávarútvegs- og samgöngumál, ef ég skil fundarboðið rétt. Ég hvet alla Eyjamenn til að mæta á fundinn og kalla eftir skýrum svörum um hvaða áhrif breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu munu hafa á lífskjör almennings í Eyjum.