Heimaey VE 1 heitir nýtt og glæsilegt uppsjávarskip Ísfélagsins en skipið var sjósett í dag og gefið nafn í borginni Talcahuano í Chile. Í fréttatilkynningu frá Ísfélaginu kemur fram að skipið sé af nýrri kynslóð uppsjávarskipa, 71,1 metra langt og 14,40 metra breitt. Burðageta þess er 2.000 tonn í 10 tönkum, sem eru með öflugri RSW-kælingu. Fréttatilkynninguna má lesa hér að neðan.