„Ég hef gert mitt besta í að ná einhverjum áttum í þeirri hafvillu sem ríkisstjórnin er enn og aftur að senda okkur út í. Við fyrstu sýn virðist mér, eins og nánast öllum sem tjáð hafa sig um þetta frumvarp, það vera afar skaðlegt eins og það lítur út núna,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri um fiskveiðistjórnarfrumvarp ríkisstjórnarnarinnar.