ÍBV sækir Keflavík heim í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eyjamönnum hefur ekki gengið sérlega vel í Keflavík undanfarin ár. Á síðasta ári tapaði ÍBV Íslandsmeistaratitlinum í Keflavík þegar liðið steinlá 4:1. Árið á undan hafði Keflavík einnig betur 6:1 þannig að síðustu tvö ár hefur Keflavík rasskellt Eyjaliðið og markatalan er 10:2. Nú er mál að linni.