Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn í Eyjum næsta miðvikudag, 25. maí. Verður hann í Höllinni. Auk hefðbundinnar dagskrár fundarins, verður í fyrsta sinn veitt sérstök viðurkenning, svonefndur „Landsstólpi“, sem er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar.