Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti fyrir skömmu að kynna skipulagskosti deiliskipulags í Löngulág, þar sem malar-knattspyrnuvöllurinn er. Var samið við ráðgjafafyrirtækið Alta um mótun skipulagsins og unnin hefur verið greiningarvinna vegna svæðisins og einnig kostamat.