Tvær kindur voru á rölti um Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum í morgun með lömb sín. Hafnarvörður sem fylgdist með þeim á morgungöngunni taldi þær hafa komið úr nærliggjandi fjöllum. Sauðfjárbóndi sem á fé á þeim slóðum sagðist hins vegar ekkert kannast við rollurnar.