Leikfélag Vestmannaeyja leggur um helgina land undir fót og fer í höfuðborgina með uppsetningu sína á söngleiknum Mamma Mia. Söngleikurinn hefur heldur betur slegið í gegn í Eyjum, rúmlega 2000 manns hafa séð sýninguna sem er aðsóknarmet hjá Leikfélaginu. Upphaflega átti að sýna tvívegis í Gaflaraleikhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en vegna mikillar aðsóknar hefur þriðju sýningunni verið bætt við.