Miðvörðurinn öflugi Elísa Viðarsdóttir hefur staðið vaktina í hjarta varnar ÍBV liðsins sem hefur farið svo vel af stað í Íslandsmótinu. ÍBV hefur skorað 10 mörk í tveimur leikjum og ekki fengið á sig mark enn sem komið er. „Ég er mjög sátt við stigin þrjú og það er ekki slæm tölfræði hjá nýliðum að vera með markatöluna 10:0 eftir tvo leiki og fullt hús stiga. En við ætluðum að byrja mótið af krafti og við höfum svo sannarlega gert það.“