„Ríkisstjórnin leyfir sér að kasta fram frumvörpum til laga um að umturna skipulagi fiskveiða án þess að meta á neinn hátt afleiðingarnar. Ég sagði við Samfylkingarþingmennina að fyrst stjórnarliðar sæju ekki ástæðu til að reikna út á svo mikið sem servíettuhorn til hvers stefna þeirra leiddi tæki ég af þeim ómakið.Við blasir mynd sem er hreint ekki fögur. Ég hefi fengið ótrúleg viðbrögð víðs vegar að af landinu og skynja vel hve mörgum ofbýður þessi dæmalausa ríkisvæðing sjávarútvegsins og pólitískt kvótaskömmtunarkerfi sem Jón Bjarnason, Róbert Marshall, Ólína & Co. vilja koma hér á í nafni réttlætis,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, Binni í Vinnslustöðinni, eftir fund Samfylkingarinnar í Eyjum í síðustu viku.