ÍBV mætti utandeildarliði Kjalnesinga í 32ja liða úrslitum Valitor bikarkeppninnar í kvöld en leikurinn fór á heimavelli Kjalnesinga, á gervigrasvelli Fram í Safamýrinni. Þórarinn Ingi Valdimarsson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik en Kjalnesingar náðu að halda aftur af Eyjamönnum það sem eftir lifði hálfleiksins. En í seinni hálfleiks bættu þeir Yngvi Borgþórsson og Ian Jeffs við mörkum og lokatölur urðu 0:3 ÍBV í vil.