Þorsteinn Jakobsson, göngugarpur ætlar að ganga á 11 tinda á aðeins 15 klukkustundum á morgun, föstudaginn 27. maí en síðustu þrjá tindana ætlar hann að klífa í Vestmannaeyjum. Þorsteinn ætlar að ganga á 400 tinda í ár en verður hálfnaður í því verki ef allt gengur upp á morgun en með framtaki sínu vill hann minna á starfsemi Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð við Langholtsveg í Reykjavík. Eyjamenn eru hvattir til að ganga með Þorsteini síðasta spölinn en hingað verður hann fluttur með þyrlu frá Keili yfir til Eyja klukkan 10:30.