Sumarstúlkukeppnin var haldin með pompi og prakt um síðustu helgi í Höllinni. Stelpurnar fjórtán sem tóku þátt í keppninni stóðu sig með mikilli prýði en að lokum var Sara Rós Einarsdóttir valin Sumarstúlka Vestmannaeyja 2011. Þeir Ómar Garðarsson og Óskar Pétur Friðriksson mynduðu báðir keppnina í bak og fyrir en hér að neðan er hægt að sjá myndir þeirra félaga, sem eru samtals rúmlega 600 talsins.