Kvennalið ÍBV hélt áfram sigurgöngu sinni í kvöld þegar stelpurnar tóku á móti Þrótti í nýliðaslag Pepsídeildarinnar. Leikurinn fór fram við frábærar aðstæður á Hásteinsvelli en í fyrri hálfleik voru Eyjastúlkur mun sterkari, skoruðu tvö mörk sem hefðu hæglega getað verið fleiri. Í síðari hálfleik var leikurinn hins vegar mun jafnari og fengu bæði lið tækifæri til að skora en hvorugu tókst það. Lokatölur urðu því 2:0.