ÍBV hefur ákveðið að bæta við einni rútu fyrir hópferð stuðningsmanna liðsins á Evrópuleik gegn Saint Patrick’s Athletic en leikurinn fer fram á morgun á Vodafone vellinum. Þetta er gert vegna mikilla eftirspurnar en áhugasamir geta haft samband við skrifstofu ÍBV í síma 481-2060 og pantað sér miða.