Strákarnir í ÍBV leika einn mikilvægasta leik sumarsins næstkomandi miðvikudag þegar liðið mætir Þór á Þórsvellinum á Akureyri í undanúrslitum Valitorbikarkeppninnar. Úrslitaleikurinn á Laugardalsvelli er undir en Þórsarar hafa verið á miklu skriði og unnu m.a. Víking 6:1 fyrir norðan í gær. Leikurinn verður því afar erfiður fyrir Eyjamenn sem töpuðu þar í Íslandsmótinu fyrir ekki svo löngu síðan. ÍBV býður upp á hópferð á leikinn mikilvæga og eru enn nokkur sæti laus í ferðina.