Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á knattspyrnuvellinum í sumar. Sænska úrvalsdeildarliðið Örebro hefur sýnt leikmanninum mikinn áhuga og hefur lagt fram tvö formleg tilboð, hið síðara nú í morgun en ÍBV hefur hafnað báðum tilboðunum þar sem þau voru of lág. Eiður var valinn í ellefu manna úrvalslið fyrri umferðar Pepsídeildarinnar en þar má einnig finna Tryggva Guðmundsson.