Líklega munu flestir sparkunnendur fylgjast grant með leik ÍBV og Vals á Hásteinsvelli í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en ÍBV er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, stigi á undan Valsmönnum sem eru í því þriðja. Valsmenn geta með sigri endurheimt annað sætið en ef Eyjamenn vinna, eykst bilið á milli liðanna í fjögur stig.