Eiður Aron Sigurbjörnsson var í leikmannahópi Örebro í fyrsta leik liðsins eftir að hann gekk í raðir þess. Eiður fór utan á fimmtudaginn en fyrsti leikur liðsins var í kvöld þegar liðið tók á móti Häcken á heimavelli Örebro. Eiður byrjaði á varamannabekknum en hann fékk smjörþefinn af sænska boltanum því honum var skipt inn á á 89. mínútu.