Í dag, klukkan 15:30 hefst fræðslu- og umræðufundur Öryrkjabandalags Íslands í Alþýðuhúsinu en yfirskrift fundarins er Fatlað fólk á tímamótum – Eru mannréttindi virt?. Um síðustu áramót var þjónusta við fatlaða færð frá ríki til sveitarfélaga og fundarröðin haldin af því tilefni. Fatlað fólk, aðstandendur, starfsfólk og stjórnendur sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og aðrir sem hafa áhuga á málefninu eru velkomnir.