Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni sem leið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en að kvöldi 8. september sl. voru tveir aðilar um tvítugt, sem voru að koma til Eyja með Baldri stöðvaðir af lögreglu eftir að fíkniefnaleitarhundurinn Luna gaf til kynna að þeir væru með fíkniefni meðferðis. Annar þessara aðila reyndist vera með um 17 gr. af maríjúana en hinn með um 10 gr. af amfetamíni. Viðurkenndu þeir að vera eigendur efnanna og telst málið upplýst. Annar þessara aðila hefur komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamisferlis.