Þegar upp var staðið var 1:1 jafntefli gegn KR í kvöld ágætis úrslit fyrir leikmenn ÍBV. Eyjamenn léku manni færri í heilar 74 mínútur eða svo eftir að Brynjari Gauta Guðjónssyni var vísað af leikvelli. Dómurinn var afar harður, Brynjar braut vissulega á KR-ingnum en gult spjald og aukaspyrna hefði verið rétt. Vissulega hægt að réttlæta rautt spjald en úr blaðamannastúkunni var dómurinn of harður. En þrátt fyrir að vera færri, komust Eyjamenn yfir.