Vestmannaeyjabær hefur undanfarin ár unnið að fegrun miðbæjarins og flestir sammála að vel gangi í þeim framkvæmdum. Hins vegar virðast sumir hafa allt á hornum sér varðandi gróður í miðbænum því ítrekað verða tré og annar gróður í miðbænum fyrir skemmdum. Miðað við umfang skemmdanna þá er ekki um að ræða börn því m.a. er búið að taka eina ösp við Baldurshaga upp með rotum og brjóta hinar.