Á fundi samráðshóps um málefni siglinga til Vestmannaeyja sem haldinn var hjá Siglingastofnun föstudaginn 7. október sl., var m.a. óskað eftir að Vegagerðin láti kanna möguleika á því að fá skip sem gæti leyst Herjólf af við siglingar í Landeyjahöfn, a.m.k. að vetri til. Litið var til reynslunnar af siglingum Baldurs undanfarnar vikur og á fundinum var m.a. rætt við fulltrúa Sæferða ehf. um möguleika þess að Baldur yrði fenginn í þessar siglingar og hvaða breytingar þyrfti að gera á skipinu til að það fengi heimild til að sigla á þessari leið í vetur.