Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslit Eimskipsbikarkeppni HSÍ. Tvö karlalið frá ÍBV taka þátt í keppninni; ÍBV2 leikur á móti HK2 og meistaraflokkur ÍBV leikur gegn Haukum. Og bæði liðin fá heimaleik, sem leika á 13. og 14. nóvember.
Kvennalið ÍBV dróst á móti Aftureldingu úr Mosfellsbæ og verður sá leikur 15. eða 16. nóvember í Mosfellsbænum.